Í frétt á vefmiðlinum Vísi, er vakin athygli á grein þar sem Ísland er talið meðal fimm athyglisverðustu brimbrettasvæða í heimi.
Í vefmiðlinum Vísi, vekur Jón Hákon Halldórsson athygli á grein sem birtist í Financial Times. Þar er Ísland nefnt meðal fimm athyglisverðustu brimbrettasvæða í heiminum. Staðirnir sem sérstaklega eru tilgreindir á Íslandi eru Reykjanesið, Sandgerði og Þorlákshöfn en einnig Siglufjörður og Húsavík.
Önnur lönd sem bjóða upp á áhugaverð brimbrettasvæði eru Kína, Vestur-Írland, Grænhöfðaeyjar og Filippseyjar. Nefnt er að í kjölfar mikillar þróunar í gerð blautbúninga geti lönd á borð við Ísland boðið upp á brimbrettaiðkun, en haustin þykja sérlega góður tími til brimbrettaiðkunar, enda má þá oft sjá háar öldur.
Með greininni fylgdi tengill á myndband á youtube sem sýnir brimbrettaiðkun í Ölfusinu.