Íþróttamaður ársins 2013
Glæsilegur hópur íþróttamanna fékk viðurkenningu fyrir frábæran árangur á árinu, Íslandsmeistarar, landsliðsmenn og íþróttamenn deilda Ungmennafélagsins Þórs.
Íþróttamaður ársins 2013: Styrmir Dan Steinunnarson frjálsíþróttamaður
Hópmynd: Glæsilegur hópur íþróttamanna fékk viðurkenningu fyrir frábæran árangur á árinu, Íslandsmeistarar, landsliðsmenn og íþróttamenn deilda Ungmennafélagsins Þórs.
Eftirtaldir íþróttamenn voru í kjöri til íþróttamanns Ölfuss 2013:
Akstursíþróttamaður Þórs: Þorsteinn Helgi Sigurðarson Badmintonmaður Þórs: Axel Örn Sæmundsson Fimleikamaður Þórs: Kolbrún Olga Reynisdóttir Frjálsíþróttamaður Þórs: Styrmir Dan Steinunnarson Hestaíþróttamaður Háfeta: Katrín Stefánsdóttir Hestaíþróttamaður Ljúfs: Arnar Sigurðsson Knattspyrnumaður Ægis: Arnar Logi Sveinsson Kylfingur GÞ: Ingvar Jónsson (var ekki viðstaddur) Körfuknattleiksmaður Þórs: Þorsteinn Már Ragnarsson
Tilnefndur af Golfklúbbi Þorlákshafnar
Ingvar Jónsson kylfingur Golfklúbbs Þorlákshafnar
Ingvar Jónsson er og hefur verið einn öflugasti kylfingur GÞ undanfarin ár. Og hefur hann unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga á árinu. Hann sigraði m.a. meistaramót Golfklúbbs Þorlákshafnar og er klúbbmeistari klúbbsins. Ingvar hefur einnig lagt mikinn metnað í að vinna fyrir klúbbinn, efla og kynna golfíþróttina. Hann hefur séð um unglingastarf klúbbsins. Ingar er góð fyrirmynd og klúbbnum til sóma hvar sem hann hefur komið og verið.
Tilnefnd af Ungmennafélaginu Þór, fimleikadeild
Kolbrún Olga Reynisdóttir fimleikakona Þórs.
Kolbrún Olga er 15 ára og á framtíðina fyrir sér í fimleikunum. Hún er einn af máttarstólpunum í meistarflokksliði Þórs í hópfimleikum, hún stekkur nánast undantekningarlaust í öllum umferðum á dýnu og trampólín og það geilsar af henni í gólfæfingunum.
Hún er mikil liðsmanneskja og alltaf til staðar fyrir liðsfélagana, dugleg að hvetja og samgleðjast með hinum þegar vel gengur og hughreysta og styrkja þegar þess er þörf.
Tilnefndur af Knattspyrnufélaginu Ægi
Arnar Logi Sveinsson knattspyrnumaður Ægis.
Arnar lék og æfði síðasta sumar með 3. flokki í sameiginlegu liði Ægis/Selfoss/Hamar. Hann var einnig valinn á úrtaksæfingar fyrir U17 æfingahóp KSÍ. Arnar hefur bætt sig stöðugt á þessu ári og var einn besti leikmaður liðsins á liðnu tímabili.
Tilnefnd af Hestamannafélaginu Háfeta
Katrín Stefánsdóttir hestaíþróttakona Háfeta
Katrín náði mjög góðum árangri á árinu. Hún va m.a Hallarmót Hestamannafélagsins Háfeta og var framarlega á fjölmörgum mótum sem hún tók þátt í á árinu.
Tilnefndur af Hestamannafélaginu Ljúfi
Arnar Bjarki Sigurðsson hestaíþróttamaður Ljúfs
Arnar Bjarki er 21 ára og býr á Sunnuhvoli í Ölfusi. Hann náði góðum árangri á árinu. Hann tók þátt í fjölda móta og m.a. tók hann þátt í heimsmeistaramótinu í Berlín og náði þar bronsi í fimmgangi og silfur í samanlögðum fimgangsgreinum í flokki ungmenna.
Tilnefndur af Ungmennafélaginu Þór, körfuknattleiksdeild
Þorsteinn Már Ragnarsson körfuknattleiksmaður Þórs
Þorsteinn er efnilegur leikmaður og á framtíðina fyrir sér. Hann leikur með mfl. Þórs og unglingaflokki. Hann var lykilmaður í unglingaflokki sem lék til úrslita í bikarkeppni KKí á móti Njarðvík síðastliðið vor og lentu í öðru sæti. Þorsteinn leikur einnig með úrvalsdeildarliðui Þórs sem endaði í öðru sæti í deildarkeppninni á síðustu leiktíð og eru nú í 4. 7. sæti.
Tilnefndur af Ungmennafélaginu Þór, frjálsíþróttadeild
Styrmir Dan Steinunnarson frjálsíþróttamaður Þórs.
Styrmir Dan er einn efnilegasti frjálsíþróttamaður á Íslandi. hann hefur náð frábærum árangri á árinu. vann sjö íslandsmeistaratitla á árinu og einn bikarmeistaratitil. Einnig setti hann 2 íslandsmet, í þrístökki og hástökki. Íslansmeti í Hásökki var 1.90 og telst það eitt af stóru afrekunum á árinu í frjálsum íþróttum. Hann hefur æft mjög vel og tekið miklum framförum. Hann býr yfir þeim hæfileikum að vera fljótur að ná tækni sem skilar sér í meiri hraðari framförum. Hann hefur skýr markmið, veit hvað hann vill og hvert hann stefnir.
Tilnefndur af Ungmennafélaginu Þór, badmintondeild
Axel Örn Sæmundsson badmintonmaður Þórs.
Axel Örn hefur æft badminton frá 7 ára aldri. Með dugnaði,áhuga og eljusemi á æfingum sem og í keppni, hefur það skilað þeim árangri að hann hefur verið valinn til að æfa með unglingalandsliði BSÍ í flokki U-17 ára. Axel Keppti á fjölda móta á árinu, tekið gríðalegum framförum og staðið sig ávallt með prýði. Axel Örn er afskaplega prúður íþróttamaður og góð fyrirmynd annarra innan vallar sem og utan.
Tilnefndur af Ungmennafélaginu Þór, akstusíþróttadeild
Þorsteinn Helgi Sigurðarson akstursíþróttamaður Þórs.
Þorsteinn hefur æft akstursíþróttina nánast frá því að hann fór að ganga.Hann er fyrirmyndaríþróttamaður með einlægan áhuga og dugnað að leiðarljósi. Hann færðist upp um flokk frá sumrinu 2012 og keppti nú í unglingaflokki, þar eru hjólin stærri, þyngri og semkeppnin harðari. Hann stóð sig afskaplega vel og endaði í þriðja sæti til íslandsmeistara MSÍ.
Karfa
Peningur í öskju
Erlendur Ágúst Einarsson
Hann var valin í 18 ára landslið Íslands sem tók þátt í norðurlandamóti í körfuknattleik í Svíþjóð síðastliðið sumar.
Halldór Garðar Hermannsson
Hann var valin í 16 ára landslið Íslands sem tók þátt í norðurlandamóti í körfuknattleik í Svíþjóð síðastliðið sumar.
Frjálsar
Eva Lind Elíasdóttir
Eva er fjölhæf íþróttakona. Hún hefur lagt stund á frjálsar íþróttir og knattspyrnu.
Hún varð íslandsmeistari bæði innanhúss og utanhúss í kúlvarpi í flokki 18 ára.
Fannar Yngvi Rafnarson
Fannar er efnilegur frjálsíþróttamaður. Hann vann til fjölda verðlauna á árinu. Hann varð m.a. íslandsmeistari utanhúss í þrístökki, langstökki 400 m og 200 m hlaupi. Hann varð einnig bikarmeistari í 400 m hlaupi og hástökki. Og til að kóróna árangurinn setti hann íslansmet í þrístökki innanhúss í flokki 15 ára pilta.
Marta María Bozovic
Hún er ung og efnileg frjásíþróttastúlka og hún gerði sér lítið fyrir á árinu og varð íslandsmeistari í spjótkasti í 12 ára flokki stúlkna.
Viktor Karl Halldórsson
Hann er ungur og efnilegur frjásíþróttadrengur. Hann varð íslandsmeistari í spjótkasti og gerði síðan enn betur og setti íslandsmet í flokki 11 ára pilta.
Sólveig Þóra Þorsteinsdóttir
Enn ein ung og efnileg frjálsíþróttastúlka. Hún varð íslandsmeistari í hástökki í flokki 11 ára.
Hestamennska.
Glódís Rún Sigurðardóttir
Glódís er einungis 11 ára gömul en þó ung sé hefur hún náð frábærum árangri í hestaíþróttinni. Hún vann fjölda móta árinu og á íslandsmeistaramótinu sem haldið var á Akureyri varð hún þrefaldur íslandsmeistari þ.e. í tölti,fimi og stigahæsti knapin.