Íþróttamenn einstakra greina hjá HSK
Á héraðsþinginu á Hellu 12. mars sl. voru 20 íþróttamenn verðlaunaðir úr jafn mörgum greinum. Umræddir höfðu verið valdir íþróttamenn HSK í viðkomandi greinum fyrir árið 2010.
Mótorkrossmaður HSK er nú valinn í fyrsta sinn og kraftlyftingamaður HSK var útnefndur, en lyftingamaður HSK hefur tvisvar verið valinn áður, árin 1975 og 1976. Þá ákvað starfsíþróttanefnd að tilnefna ekki starfsíþróttamann að þessu sinni.
Verðlaunahafarnir fengu allir bókina HSK í 100 ár að gjöf. Arion banki tók þátt í kostnaði við verðlaunahátíðina og er bankanum þakkaður stuðningurinn.
Hér er að neðan er listi yfir þá sem valdir voru íþróttamenn einstakra greina:
Nafn Félag Íþróttagrein
Bjarndís Helga Blöndal Hamar Badmintonmaður
Björn Þór Jónsson Hamar Blakmaður
Bergrún Linda Björgvinsdóttir Dímon Borðtennismaður
Gunnar Björn Helgason Selfoss Briddsmaður
Arna Hjartardóttir Selfoss Fimleikamaður
Fjóla Signý Hannesdóttir Selfoss Frjálsíþróttamaður
Andri Már Óskarsson GHR Golfmaður
Marín Laufey Davíðsdóttir Samhygð Glímumaður
Ragnar Jóhannsson Selfoss Handknattleiksmaður
Sigursteinn Sumarliðason Sleipnir Hestaíþróttamaður
Ágúst Þór Guðnason Gnýr Íþróttamaður fatlaðra
Þór Davíðsson Selfoss Judómaður
Guðmunda Brynja Óladóttir Selfoss Knattspyrnumaður
Daníel Geir Einarsson Selfoss Kraftlyftingamaður
Emil Karel Einarsson Þór Körfuknattleiksmaður
Þorsteinn Helgi Sigurðarson Þór Mótorkrossmaður
Ingimundur Sigurmundsson Baldri Skákmaður
Jóhannes P. Héðinsson SFS Skotíþróttamaður
Ólöf Eir Hoffritz Selfoss Sundmaður
Daníel Jens Pétursson Selfoss Taekwondomaður