Jarðhitasýningin í Hellisheiðarvirkjun

Steinasýning í Hellisheiðarvirkjun
Steinasýning í Hellisheiðarvirkjun
Steinasafn úr einkasafni Dr. Einars Gunnlaugssonar, jarðfræðings

Dr. Einar Gunnlaugsson, jarðfræðingur  og  Orkusýn ehf hafa komið fyrir steinasafni á þriðju hæð í Hellisheiðarvirkjun.  Steinarnir eru úr einkasafni dr.Einars og margir hverjir fágætir, en spanna alla steinaflóru landsins.

 

Steinarnir eru allir merktir með nafni og hluti þeirra ekki undir gleri svo gestir megi handleika þá og skoða nánar.

 

Dr. Einar og Kristján Sæmundsson eru höfundar Íslensku steinabókarinnar sem fyrst var gefin út árið 1999 og hefur verið endurprentuð tvisvar sinnum. 

Hægt er að skoða sýninguna á opnunartíma Hellisheiðavirkjunar sem er kl. 9-17 alla daga vikunnar 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?