Brúðuleiksýning fyrir leikskólabörn 2011
Leikskólabörn mættu í dag í Versali í Ráðhúsinu þar sem þau sáu brúðuleiksýningu og dönsuðu í kringum jólatré.
Á aðventunnu er efnt til jóladansleikja og ýmissa viðburða í skólum og af samtökum og félögum. Í gær efndu dagmæður til jóladansleikjar í Ráðhúsinu og í dag voru það börn úr leikskólanum Bergheimum sem gengu í kringum jólatré í Versölum eftir að hafa fylgst með brúðuleiksýningunni pönnukakan hennar Grýlu og skemmt sér virkilega vel.
Fjölmörg börn úr skólalúðrasveitinni voru mætt til að spila undir dansi og þrjár stúlkur sáu um að leiða sönginn. Gestur Áskelsson spilaði með á flygilinn og hefur æft með börnunum.
Það var virkilega kátt í Versölum þegar menningarfulltrúi leit við og tók nokkrar myndir af prúðbúnu börnunum.