Jólalegasta húfan, hönnun Ingibjargar Aðalsteinsdóttur
Margar glæsilegar jólahúfur bárust í hönnunarsamkeppnina og voru gestir og gangandi sem kusu um jólalegustu, frumlegustu og best endurnýttu jólahúfurnar.
Vinningshafarnir eru:
Ingibjörg Aðalsteinsdóttir fær viðurkenningu fyrir jólalegustu húfuna en húfan hennar er prjónuð með fallegu frumsömdu munstri og stílhrein.
María Stefanía Benediktsdóttir fær viðurkenningu fyrir skemmtilega endurnýtta jólahúfu.
Þuríður S. Sigurðardóttir fær viðurkenningu fyrir frumlegustu jólahúfuna.
Við óskum vinningshöfum til hamingju og færum þeim þakkir sem tóku þátt og sendu inn skemmtilegar jólahúfur. Þátttakendur mega nálgast jólahúfurnar sínar á bókasafninu.
Besta endurnýtingin, hönnun Maríu S. Benediktsdóttur
Frumlegasta jólahúfan, hönnun Þuríðar S. Sigurðardóttur