Jólaleikir og notaleg samvera í Ölfusi

Jólahúfa Ölfuss 2024 – skilafrestur til 19. des.
Nú er tilvalið að detta í jólaföndurgírinn og taka þátt í hönnunarsamkeppninni; jólahúfa Ölfuss 2024. Jólahúfan þarf að vera eigin hönnun og hugmyndaverk, endurunnin, prjónuð, hekluð, saumuð eða eitthvað allt annað.

Jólahúfuna þarf að afhenda á bókasafnið fyrir 19. desember.

Verðlaun verða veitt fyrir jólalegustu, skemmtilegustu og frumlegustu jólahúfuna og verður afraksturinn til sýnis á Bókasafninu.

Nánari upplýsingar hér eða  á Bæjarbókasafninu.

Skreyttir jólasveinagluggar
Í Þorlákshöfn má finna 13 fallega skreytta jólasveinaglugga hjá fyrirtækjum og þjónustuaðilum í bænum. Hver gluggi táknar ákveðinn jólasvein og felst getraunin í að giska á rétt heiti jólasveinsins. Gluggarnir munu opna hver af öðrum frá 12. desember þegar fyrsti jólasveinninn, Stekkjarstaur, kemur til byggða.

Í jólasveinagluggunum eru líka orð sem eru hluti úr setningum í frægri jólavísu. Þið leggið á minnið eða takið mynd af orðunum, raðið þeim í rétta orðaröð og þá birtist fræg jólavísa. Það er tilvalið að fjölskyldan fari saman í gönguferð og taki þátt.

Lausnum jólaleikja má skila í íþróttamiðstöðina, á bæjarskrifstofur eða senda á jmh@olfus.is

Jólasveinagluggakortin má finna hér eða fá útprentuð á bæjarskrifstofum eða í bókasafninu.

SNJALLI jólaratleikurinn verður í Skrúðgarðinum þriðja árið í röð. Um er að ræða fjölskylduratleik í snjallsímanum þar sem leitin snýst um að finna 13 Þollósveina sem eru í Skrúðgarðinum eða í kringum garðinn og vísa á spurningakóða sem tengjast jólum og ævintýrum. Sjá nánari upplýsingar hér

 

Njótið jólaundirbúnings og skapið ljúfar minningar í góðri samveru

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?