Jólasýning Margrétar Thorarensen 2012
Sett hefur verið upp og opnuð sérlega skemmtileg sýning í Gallerí undir stiganum á Bæjarbókasafni Ölfuss.
Sett hefur verið upp og opnuð sérlega skemmtileg sýning í Gallerí undir stiganum á Bæjarbókasafni Ölfuss. Sýninguna prýða jólamyndir sem Margrét Thorarensen, þorlákshafnarbúi og starfsmaður í leikskólanum Bergheimum saumaði. Myndefnið tengist jólunum og saumaði Margrét myndirnar þegar hún bjó í Reykjavík og á Flaeyri á árunum 1980-1997.
Sýningin stendur yfir út desembermánuð og er opin á opnunartíma safnsins.