Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í sautjánda sinn í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi og dreifðust þau á margar hendur. Lag ársins var kjörið Hamingjan er hér með Jónasi Sigurðssyni, en það lag naut mikilla vinsælda á síðasta ári .
Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í sautjánda sinn í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi og dreifðust þau á margar hendur.
Jón Þór Birgisson, Jónsi, átti bestu plötu ársins í rokk- og poppflokki. Bjartmar Guðlaugsson var valinn textahöfundur ársins, Ólöf Arnalds var valin tónhöfundur ársins, Ágúst Ólafsson og Gerrit Schuil voru valdir tónlistarflytjendur ársins og Kristinn Sigmundsson var valinn rödd ársins. Trompetleikarinn Ari Bragi Kárason var valinn bjartasta vonin. Hönnuðurinn Sigurður Eggertsson fékk verðlaun fyrir umslag ársins. Heiðursverðlaunahafi ársins var Þórir Baldursson útsetjari, tónskáld, píanóleikari og Hammond-fjölfræðingur .
Lag ársins var kjörið Hamingjan er hér með Jónasi Sigurðssyni, en það lag naut mikilla vinsælda á síðasta ári . Lagið er á annarri plötu Jónasar, Allt er eitthvað.
Við erum stolt af Jónasi sem er fæddur og uppalinn í Þorlákshöfn og óskum honum innilega til hamingju með kjörið.
Hægt er að hlusta á lagið hér!