Jónas Ingimundarson spilar á tónleikum í Þorlákshöfn 2006
Á síðustu tónleikum Tóna við hafið á árinu 2011, flytja Jónas Ingimundarson píanóleikari, blásarakvartett og söngkonan Auður Gunnarsdóttir sérvalin tónverk eftir Mozart, Beethoven og Schubert
Á síðustu tónleikum Tóna við hafið á árinu 2011, flytja Jónas Ingimundarson píanóleikari, blásarakvartett og söngkonan Auður Gunnarsdóttir sérvalin tónverk eftir Mozart, Beethoven og Schubert
Jónas er þorlákshafnarbúum vel kunnur, enda ólst hann hér upp og hefur komið reglulega með fremstu tónlistarmenn þjóðarinnar til að spila fyrir Ölfusinga og nærsveitunga. Árið 2005 heiðraði menningarnefnd Ölfuss Jónas með menningarverðlaunum í þakklætisskyni fyrir ómetanlega aðstoð hans og hvatningu til framdráttar menningarlífi í Ölfusinu.
Tónverkin sem flutt verða á tónleikunum þann 28. desember í Þorlákskirkju eru meðal fegurstu kvintetta tónbókmenntanna eftir þá Beethoven og Mozart. Með Jónasi spila í blásarakvartettinum þeir Matthías Nardeau á óbó, Sigurður Ingvi Snorrason á klarinett, Þorkell Jóelsson á horn og Brjánn Ingason á fagott. Einnig flytja þau Jónas og Auður Gunnarsdóttir sönglög eftir Schubert.
Tónnleikarnir hefjast klukkan 20:00 og er aðgangseyrir 1.500 krónur.
Í hléinu verður boðið upp á kaffi, kakó og piparkökur.