Kæru íbúar

Blátunnur
Blátunnur
Tilkynning til íbúa

Flutningur og förgun úrgangs er sífellt að verða stærri liður í þjónustu sveitarfélaga. Lokun urðunarstaðarins í Kirkjuferjuhjáleigu gerir það að verkum að flytja verður allt sorp af Suðurlandi til urðunar á Álfsnesi, urðunarstað höfuðborgarsvæðisins.

 

Kæru íbúar

 

Flutningur og förgun úrgangs er sífellt að verða stærri liður í þjónustu sveitarfélaga. Lokun urðunarstaðarins í Kirkjuferjuhjáleigu gerir það að verkum að flytja verður allt sorp af Suðurlandi til urðunar á Álfsnesi, urðunarstað höfuðborgarsvæðisins. Allur úrgangur sem berst þangað verður að uppfylla kröfur SORPU um flokkun og frágang. Berist óflokkaður úrgangur til urðunar fellur hann í hæsta gjaldflokk.

 

Þar sem afar kostnaðarsamt er orðið að urða óflokkaðan úrgang hafa sífellt fleiri sveitarfélög á Suðurlandi gripið til þess ráðs að loka gámasvæðum til að koma í veg fyrir að óflokkaður úrgangur berist á svæðin. Þar til nú hefur Ölfus ekki farið þá leið að loka gámasvæðum en samfara lokun þeirra í nágrannasveitarfélögunum hefur úrgangsmagn á gámasvæðum Ölfuss stóraukist og því hefur sveitarstjórn ákveðið að leggja niður gámasvæðið að Sandhól  frá og með 1. maí 2011.

 

Til að tryggja að íbúar í dreifbýli Ölfuss geti losað sig við allan þann úrgang sem þeir þurfa, hefur sveitarfélagið gert samning við Íslenska Gámafélagið um aðgengi íbúa sveitarfélagsins að gámasvæði fyrirtækisins að Hellislandi í Hrísmýri á Selfossi. Staðurinn ætti að vera Sunnlendingum vel kunnur þar sem gámasvæði Árborgar var starfrækt á Hellislandi allt þar til nýlega.

 

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?