Keppnin um sterkustu konu Íslands 2014 verður haldin í Icelandic Glacial höllinni (íþróttahúsinu) í Þorlákshöfn þann 4. október næstkomandi
Keppnin um sterkustu konu Íslands 2014 verður haldin í Icelandic Glacial höllinni (íþróttahúsinu) í Þorlákshöfn þann 4. október næstkomandi.
Sex konur hafa skráð sig til leiks, tvær í 75 kg flokki og fjórar í svokölluðum opnum flokki. Enn hefur ekki verið lokað fyrir skráningu og er vonast til að fleiri konur verði með.
Greinarnar eru 5, dekkjavelta, rammaréttstöðulyfta (með trapbar), loggur, halda lóði beint fram fyrir sig og hleðslugrein sem mun fara fram á litla upphækkaða grasblettinum fyrir framan íþróttahúsið.
Þeir sem standa að keppninni í ár eru konur sem eru saman í saumaklúbbi og kalla sig Sleggjurnar. Í klúbbnum eru miklar kempur og þekktar í kraftasportinu, t.d. Þóra Þorsteinsdóttir og Rósa Birgisdóttir (allar erum þær sunnlendingar