Það er ekki seinna vænna að hafa körfuboltamessu í Þorlákskirkju.
Það er ekki seinna vænna að hafa körfuboltamessu í Þorlákskirkju. Okkar ágæta lið er farið að tapa leikjum naumt á síðustu metrunum. Það er því full þörf á einhvers konar íhlutun.
Því er blásið til körfuboltamessu þar sem bæjarstjórinn Gunnsteinn Ómarsson lætur gamminn geysa. Körfuboltaséníin mæta vel svo og fermingarbörn sem lesa úr hinni helgu bók. Bakvið þetta allt hljómar svo orgelið, kórinn syngur og prestur fer með eitthvað fallegt.
Þá er bara að gera hlé á æfingum milli kl. tvö og þrjú á sunnudaginn og gá hvort að kirkjan er ekki örugglega hol að innan.
Sókarprestur