Hörður Skúlason í vinnuskólanum 2013
Sumarstarfsmenn á bókasafni tóku viðtöl við krakka í vinnuskólanum einn rigningarmorguninn
Við fórum einn fimmtudagsmorguninn út í rigninguna til að taka viðtöl við krakka sem vinna í unglingavinnunni. Út af rigningunni komumst við bara á einn stað því blöðin okkar voru orðin rennblaut. Hér fyrir neðan eru svo spurningarnar okkar og svör krakkanna í útivinnunni.
1. Hvað gerirðu í vinnunni?
2. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í vinnunni?
3. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera í vinnunni?
4. Hvað er það fyndnasta sem hefur gerst í vinnunni?
5. Hvað borðarðirðu í morgunmat?
Helga Guðrún Þorvaldsdóttir
1. Ég sópa, reiti arfa og geri bæinn fínann.
2. Mér finnst skemmtilegast að plokka upp úr gangstéttunum ...
3. ... en mér finnst leiðinlegast að sópa.
4. Þegar Pálmi datt af hjólabrettinu.
5. Ég borðaði cheerios.
Íris Róbertsdóttir
1. Reiti arfa og sópa.
2. Mér finnst skemmtilegast að reita arfa.
3. Sópa.
4. Þegar Helga reyndi að henda mér úr hjólbörunum.
5. Cheerios.
Sigurður Rafn Hjaltested
1. Ég sópa og reiti arfa.
2. Sópa.
3. Að nota skófluna.
4. Ég veit það ekki.
5. Múslí.
Hörður Skúlason
1. Sópa og reiti arfa.
2. Að tala.
3. Sópa.
4. Kasta kúk í Benna.
5. Cocopuffs.
Aron Freyr
1. Ég sópa í vinnunni.
2. Sópa.
3. Eiginlega sópa líka.
4. Ég veit það eiginlega ekki.
5. Ég borðaði engan morgunmat.
Justin Koscielecki
1. Sópa götur og tína rusl.
2. Tala og fíflast.
3. Sópa götur.
4. Þegar Hörður var að reyna að lyfta kústinum en fékk kústinn í hausinn.
5. Ristað brauð.
Álfheiður Østerby og Lína Rós Hjaltested, sumarstarfsmenn Bókasafns Ölfuss