Það hefur lengi verið draumur að vera með spiladeild í Bæjarbókasafni Ölfuss þar sem fólk getur komið og spilað eða fengið spilin lánuð heim.
Nú er draumurinn orðinn að veruleika, ekki síst fyrir tilstilli kortagerðakvenna á Egilsbraut 9 sem færðu bókasafninu veglega peningagjöf í síðustu viku, þess vegna hafa nú tíu glæný borðspil bæst í safnið! Eins hafa okkur áskotnast notuð spil og viljum minna á að við tökum gjarnan við þeim svo fremi sem þau eru heil.
Spilin eru lánuð út í sjö daga í senn, unglingar á miðstigi grunnskóla og þau sem eldri eru geta fengið þau lánuð en yngri börn þurfa að vera í fylgd forráðamanns til að geta tekið spil að láni.
Vonandi verða bæjarbúar duglegir að nýta spilin og njóta.
Kærar þakkir til ykkar sem aðstoðuðu við að láta drauminn rætast.
Opnunartími bókasafnsins á milli jóla og nýárs en nánast óbreyttur, opið frá kl. 12-17 miðvikudag og fimmtudag en föstudaginn 29. desember verður safnið lokað.
Gestum safnsins og íbúum öllum sendum við kærar jóla- og nýárskveðjur og minnum á að lestur er bestur... líka um jólin!
Fyrir hönd Bæjarbókasafns Ölfuss,
Árný Leifsdóttir forstöðukona.