Kynning á skipulagstillögum

Eftirtaldar skipulagstillögur verða til kynningar skv. 3.mgr. 40 gr. skipulagslaga nr.123/2010, á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss í Hafnarbergi 1 frá 27. júlí til hádegis þann 30. júlí.

- Deiliskipulag fyrir Laxabraut 21-25. Áformað er að reisa fiskeldisstöð. Reist verða mannvirki í formi húsa, kerja, vatnsmiðlunartanka, fóðursílóa og súrefnistanka auk vatns- og frárennslislagna, ásamt lagningu gatna, plana og bílastæða.

 - Deiliskipulag Lind í Ölfusi. Stefnt er að því að byggja skemmu á landinu en markaðir eru byggingarreitir fyrir 3 hús og 3 frístundahús auk tveggja bygginga til landbúnaðarnota í samræmi við aðalskipulag.

 - Deiliskipulag Lindabær í Árbæ. Tillagan gerir ráð fyrir að skipta landinu í tvær lóðir. Landið er íbúðarsvæði skv. aðalskipulagi. Húsið Lindabær sem er 201,4 m2 stendur eftir á upprunalandinu sem verður 4167,5 m2 en skipt verður út 20167 m2 lóð. Markaður er byggingarreitur fyrir íbúðarhús á báðum lóðum.

 

Skipulagsfulltrúi Ölfuss

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?