Kynningarfundir
Kynningarfundur um verkefnið í dreifbýlinu verður haldinn í Básnum, Efstalandi, mánudaginn 10. mars nk. kl. 20:00
Nýverið gerðu Sveitarfélagið Ölfus og Gagnaveita Reykjavíkur með sér samning um lagningu ljósleiðara og rekstur háhraða gagnaflutningskerfis í sveitarfélaginu. Þjónustuframboð verður það sama og almennt er á þjónustusvæði Gagnaveitunnar. Fyrirhugað er að leggja ljósleiðara til íbúðarhúsa í dreifbýli Ölfus ef næg þátttaka næst. Engin stofngjöld verða innheimt vegna tengingar íbúðarhúsa en fyrirtækjum og eigendum sumarhúsa býðst að tengja hús sín gegn stofngjaldi.
Kynningarfundur um verkefnið í dreifbýlinu verður haldinn í Básnum, Efstalandi, mánudaginn 10. mars n.k. kl. 20. Til fundarins verða eingöngu boðaðir íbúar og eigendur íbúðarhúsa í dreifbýli Ölfuss en fljótlega verður haldinn kynningarfundur í Þorlákshöfn fyrir íbúa þéttbýlisins og verður tímasetning hans kynnt síðar.
Með kærri kveðju,
Gunnsteinn R. Ómarsson,
bæjarstjóri