Sýningarrými Hellisheiðarvirkjunar
Unnið er að gerð kynningarnefnis um hitaveituna og hlutverk hennar fyrir land og þjóð í sýningarrými í Hellisheiðarvirkjun
Fræðslumynd um jarðhitann á níu tungumálum.
Bætt hefur verið við ítölsku við þau tungumál sem hægt er að bjóða gestum hlusta á þegar horft er á fræðslumyndina um uppruna jarðhitans á jarðhitasýningunni í Hellisheiðarvirkjun. Fyrir eru til útgáfur á átta tungumálum, íslensku, ensku, frönsku, þýsku, rússnesku, japönsku, kínversku og spænsku.
Þessi þjónusta hefur mælst mjög vel fyrir enda langt í frá að allir erlendir gestir tali ensku.
Opið alla páskana.
Það verður opið frá kl. 09:00 til 17:00 alla páskahelgina í Hellisheiðarvirkjun. Sem fyrr er netfangið orkusyn@orkusyn.is, heimasíðan er http://www.orkusyn.is/ , aðalsími 4125800 og gsm símar 660 9400 og 660 9401. Endilega sláið á þráðinn ef vantar upplýsingar.
Unnið að breytingum á hitaveitusýningunni
Á næstunni verður verulega bætt við við kynningarefni við sýninguna og dreginn fram hlutur hitaveitunnar og gríðarlega mikilvægt hlutverk hennar fyrir land og þjóð. Við höfum fundið mikinn áhuga á þessum þætti jarðhitanýtingar okkar og einstakri stöðu heillar þjóðar sem hitar nánast allt húsnæði sitt með jarðhita.