,,LAND HAMINGJUNNAR" - uppskerumessa og tónleikar í Strandarkirkju.

P6150025
P6150025
Sunnudaginn 21. ágúst nk. verður árleg uppskerumessa í Strandarkirkju

Sunnudaginn 21. ágúst nk. kl. 14 verður haldin árleg uppskerumessa og tónleikar í Strandarkirkju. Sr. Baldur Kristjánsson prédikar og þjónar fyrir altari. Tónlistarflutning í messunni annast Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona, Elísabet Waage hörpuleikari og Hilmar Örn Agnarsson orgelleikari.

 

,,LAND HAMINGJUNNAR" - uppskerumessa og tónleikar í Strandarkirkju.

 

Sunnudaginn 21. ágúst nk. kl. 14:00 verður haldin árleg uppskerumessa og tónleikar í Strandarkirkju. Sr. Baldur Kristjánsson prédikar og þjónar fyrir altari. Tónlistarflutning í messunni annast Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona, Elísabet Waage hörpuleikari og Hilmar Örn Agnarsson orgelleikari.
Í tengslum við messuna flytja þau einnig tónleikadagskrá með íslenskum sönglagaperlum, sálmum og trúarsöngvum eftir ýmsa höfunda en þau hafa nýverið flutt þessa dagskrá á tónleikum víða um land undir yfirskriftinni ,,Land hamingjunnar".

 

Samstarf Bjargar og Elísabetar hófst haustið 2006 og hafa þær síðan haldið fjölmarga tónleika víða um land, m.a. á Sumartónleikum í Akureyrarkirkjum, Listasumri á Akureyri, í Reykjavík, í Mývatnssveit og víða á Vestfjörðum. Árið 2008 voru þær fulltrúar Íslands á norrænu tónlistarhátíðinni NICE á Englandi og komu fram í breska ríkisútvarpinu BBC.
Þær hafa sl. 5 ár verið fastagestir á Sumartónleikukm í Hóladómkirkju og sl. þrjú ár hafa þær haldið tónleika í Strandarkirkju á Maríumessu. Í ár njóta þær liðsauka Hilmars Arnar Agnarssonar dómorganista í Kristskirkju, Landakoti.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?