Sveitarfélagið Ölfus auglýsir laus störf við Þjónustumiðstöð Ölfuss í Þorlákshöfn.
Um er að ræða starf bifvélavirkja/vélvirkja/vélstjóra.
Verkefni:
- Viðhald og viðgerðir á ökutækjum sveitarfélagsins.
- Viðhald og viðgerðir á vélum, dælum ofl.
- Vinna við snjómokstur.
- Þjónusta við stofnanir og íbúa sveitarfélagsins, auk vinnu við nýframkvæmdir, viðhald og annað sem til fellur.
Hæfniskröfur:
- Iðnmenntun eða önnur menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
- Meirapróf og vinnuvélaréttindi kostur.
- Sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði.
- Stundvísi og almenn reglusemi.
- Góð mannleg samskipti.
Almennt starf í þjónustumiðstöð.
Verkefni:
- Öll almenn vinna í þjónustumiðstöð.
- Þjónusta við stofnanir og íbúa sveitarfélagsins, auk vinnu við nýframkvæmdir, viðhald og annað sem til fellur.
- Vinna við snjómokstur.
Hæfniskröfur:
- Grunnskólapróf.
- Meirapróf og vinnuvélaréttindi kostur.
- Sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði.
- Stundvísi og almenn reglusemi.
- Góð mannleg samskipti.
Leitað er eftir starfsmönnum sem geta sinnt þeim störfum sem kallað er eftir að unnin séu af Þjónustumiðstöðinni.
Vinnutíminn er frá 7:30 til 17:00 mánudaga til fimmtudags og 7:30 til 15:45 á föstudögum.
Kaup og kjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf 1. nóvember nk.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Davíð Halldórsson, umhverfisstjóri Ölfuss í síma 899-0011 eða david@olfus.is
Umsóknum ásamt ferilskrá skal skila rafrænt á www.olfus.is
Umsóknarfrestur er til 20. september.
Öllum umsóknum verður svarað.