Talmeinafræðingur óskast
Staða talmeinafræðings fyrir leik- og grunnskóla í Sveitarfélaginu Ölfus er laust til umsóknar. Um er að ræða 50% stöðu við Grunnskólann í Þorlákshöfn og leikskólann Bergheima. Nemendafjöldi er um 320.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
- Vinna að snemmtækri íhlutun í málþroska og stuðla þannig að fyrirbyggjandi aðgerðum sem komið geta í veg fyrir langvarandi námsvanda.
- Veita ráðgjöf til foreldra og starfsfólks.
- Þátttaka í þverfaglegri vinnu í leik- og grunnskóla.
- Koma að móttöku barna með annað tungumál.
- Gera málþroska- og framburðargreiningar og sinna þjálfun og eftirfylgd.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Starfsleyfi sem talmeinafræðingur.
- Færni í mannlegum samskiptum.
- Sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og skipulagshæfni.
- Hæfni til að sinna fræðslu og ráðgjöf til foreldra- og starfsmannahópa.
- Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg.
Umsóknarfrestur er til og með 30. júní 2019.
Nánari upplýsingar um starfið veita Ólína Þorleifsdóttir skólastjóri grunnskólans síma 8611732 eða í tölvupósti olina@olfus.is og Dagný Erlendsdóttir leikskólastjóri í síma 8689339 eða í tölvupósti dagny@olfus.is.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Áhugasamir einstaklingar, án tilliti til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Ölfuss https://www.olfus.is/ . Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.