Þriðjudaginn 17. apríl efna bókasöfn landsins í annað skipti til bókasafnsdags. Á Bæjarbókasafni Ölfuss verður opnuð sýningin Bókabúgí.
Þriðjudaginn 17. apríl efna bókasöfn landsins í annað skipti til bókasafnsdags. Á Bæjarbókasafni Ölfuss verður opnuð sýningin Bókabúgí sem Málfríðar Finnbogadóttur, verkefnastjóri á bókasafninu í Seltjarnarnesi vann af tilefni 125 ára afmæli safnsins. Verkin á sýningunni hefur Málfríður unnin úr ónýtum og afskrifuðum bókum og tímaritum. Sýningin hefur verið sett upp á Bókasafni Mosfellsbæjar, Reykjanesbæjar, á Amtsbókasafninu á Akureyri, í Hveragerði, Selfossi og er nú komin til Þorlákshafnar. Af tilefni sýningarinnar og Bókasafnsdagsins verður efnt til getraunar sem allir geta tekið þátt í að leysa. Dregið verður úr réttum svörum í tengslum við upphaf sumarlesturs.
Á bókasafnsdaginn klukkan 15:00 verður boðið upp á sögustund og dregið úr nöfnum þeirra sem tóku þátt í vali á barnabók ársins 2011.
Allir eru hvattir til að koma á bókasafnið og sérstaklega krakkarnir til að mæta á sögustundina.
Sjáumst á bókasafninu!