Keppendur í Útsvari fyrir Sveitarfélagið Ölfus ásamt fjölskyldumeðlimum
Það var góð stemning og spenna í loftinu í sjónvarpssal þegar lið Ölfuss og Hveragerðis tóku sér sæti og bjuggu sig undir að svara spurningum í spurningakeppninni Útsvari síðastliðinn föstudag.
Það var góð stemning og spenna í loftinu í sjónvarpssal þegar lið Ölfuss og Hveragerðis tóku sér sæti og bjuggu sig undir að svara spurningum í spurningakeppninni Útsvari síðastliðinn föstudag.
Fyrstu spurningarnar reyndust nokkuð erfiðar og leið smá tími áður en fyrstu stigin voru veitt. Framanaf voru Ölfusingar með afgerandi forystu, en þegar kom að stóru spurningunum sem gáfu mörg stig, náðu Hvergerðingar að safna stigum svo um munaði og endaði keppnin þannig að Ölfus vann með aðeins eins stiga mun.
Íbúar í Ölfusi óska þeim Ágústu Ragnarsdótttur, Hannesi Stefánssyni og Árnýju Leifsdóttur kærlega fyrir að gefa kost á sér í keppnina og standa sig með glæsibrag. Hvergerðingar voru verðugir andstæðingar og bara nokkuð sáttir við sinn hlut í viðureigninni enda áttu bæði liðin ótrúlega góða spretti. Uppúr stendur sennilega hversu vel báðum liðum tókst að leika orð og átta sig á hvaða orð var verið að leika.
Það verður spennandi að fylgjast með næstu viðureign liðsins. Gaman er að geta þess að starfsmenn NOVA færðu stærstu vinnustöðu sveitarfélagsins ostakörfu að gjöf af tilefni góðs gengis liðs Ölfuss í Útsvari.
Meðfylgjandi myndir voru teknar af Barböru Guðnadóttur, menningarfulltrúa í sjónvarpssal