Linkur á 309.fund bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Ölfuss

Fimmtudaginn 24.nóvember nk. verður 309.fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Ölfuss haldinn í Ráðhúsi Ölfuss kl. 16:30.

Fundurinn verður í streymi á meðfylgjandi link

309.fundur bæjarstjórnar

Dagskrá fundar:

Almenn mál

1.

2211033 - Geo Salmo - kynning

 

Jens Þórðarson framkvæmdastjóri Geo Salmo kemur inn á fundinn.

 

   

2.

2211034 - Lántökur 2022 Lánasjóður Sveitarfélaga

 

Lánsumsókn hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

 

   

3.

2006051 - Gjaldskrá gatnagerðargjalda endurskoðuð

 

Síðari umræða um tillögu að nýrri gjaldskrá gatnagerðargjalda.

 

   

4.

2211006 - Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss 2023

 

Fyrir bæjarstjórn lágu gjaldskrár Þorlákshafnar fyrir árið 2023 og gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir árið 2023 til fyrri umræðu. Almennt er gert ráð fyrir að gjaldskrárnar hækki um 9,3%.

 

   

5.

2208040 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2023-2026

 

Fyrir bæjarstjórn lá fjárhags- og framkvæmdaáætlun áranna 2023 til 2026.

 

   

6.

2211025 - Reykjadalur

 

Á fundi bæjarstjórnar Hveragerðis þann 10.nóvember sl. var eftirfarandi bókað:

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar gagnrýnir harðlega hugmyndir sveitarstjóra Ölfuss sem birtust í Morgunblaðinu um að skoða eigi orkunýtingu í Reykjadal. Allar rannsóknir hafa sýnt fram á það að áhrif vegna hugsanlegra orkunýtingar á svæðinu hefðu veruleg áhrif á Hveragerði sem er næsti þéttbýlisstaður við Reykjadal. Bæjarstjórn telur afar óábyrgt af sveitarstjóra Ölfuss að tala um að skoða eigi orkunýtingu á svæðinu þar sem mikil óvissa ríkir um áhrif á loft, vatnslindir og náttúru og hvetur til að náttúran verði látin njóta vafans. Reykjadalurinn og svæðið í kring hefur síðustu ár verið í friðlýsingarferli sem því miður var stöðvað af sveitarfélaginu Ölfusi fyrir um ári síðan. Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hefur ætíð verið á móti orkunýtingu á svæðinu eða allt frá því að hugmyndir um Bitruvirkjun voru uppi á borðinu. Ljóst er að allar framkvæmdir á svæðinu myndu draga úr gildi þess sem útivistarsvæðis fyrir þá sem vilja njóta óspilltrar náttúru. Svæðið, sem er á náttúruminjaskrá, er einn vinsælasti áfangastaður erlendra sem innlendra ferðamanna og hafa vinsældir þess aukist stöðugt undanfarin ár.

https://www.hveragerdi.is/is/stjornkerfi/baejarstjorn/fundargerdir/baejarstjorn/524

 

   

7.

2208041 - Heidelberg - umræða um stöðu verkefnisins

 

Umræða um stöðu verkefnisins.

 

   

8.

2112059 - Verkfallslisti

 

Samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 ber fulltrúum atvinnurekanda að auglýsa verkfallslista, að undangengu samráði við stéttarfélög, eigi síðar en 1. febrúar ár hvert. Fyrir fundinum liggur skrá yfir þá starfsmenn Sveitarfélagsins Ölfuss sem undanskildir eru verkfallsheimild.

 

   

9.

2203021 - DSK Breyting á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunar - fækkun lóða í Orkugarði

 

Skipulagsstofnun gerði athugasemd við lokayfirferð á breytingu á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunar. Vegna athugasemdanna hefur lóð og byggingarreitur fyrirhugaðrar dælustöðvar norðan Suðurlandsvegar ofan Hveradalabrekku verið felld út þar sem dælustöðin var utan skilgreinds iðnaðarsvæðis í gildandi aðalskipulagi.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

 

   

10.

2103042 - ASK og DSK Þórustaðanáma

 

Efla leggur fram deiliskipulag fyrir Þórustaðanámu. Skipulagið er í samræmi við nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins og skipulagslýsingu sem var samþykkt til auglýsingar í nefndinni á mars á síðasta ári.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Bent er á að gera þarf grein fyrir gönguleið upp fjallið sem er innan deiliskipulagsmarka, austan megin og núverandi göngu- og reiðleiðum innan deiliskipulagssvæðis.

 

   

11.

2211022 - DSK Deiliskipulag Bakki 2 - stofnun lóðar

 

Sigurður Jakobsson leggur fram deiliskipulagstillögu sem skilgreinir lóð úr landinu Bakka 2 vegna fyrirhugaðra landskipta í samræmi við samþykkt nefndarinnar á 37. fundi. Þá var stofnun lóðar og nafnabreyting samþykkt með fyrirvara um deiliskipulag. Lóðin fær nafnið Bæjarbrún í samræmi við þá samþykkt.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

 

   

12.

2206054 - DSK Geo Salmo Fiskeldi - Básar vestan við Keflavík

 

VSÓ ráðgjöf leggur fram deiliskipulagtillögu fyrir hönd lóðarhafa af fiskeldisstöð Geo Salmo í Básum vestan Keflavíkur. Skilgreindur er byggingarreitur fyrir mannvirki og sýnd staðsetning útrásar og borhola og settir skilmálar fyrir uppbyggingu lóðarinnar.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Nefndin bendir á að gera þarf nánari grein fyrir frágangi göngu- og reiðstíga og gæta að fjarlægð milli þeirra og að leiðir lokist ekki á framkvæmdatíma. Leitast skal við að halda ljósmengun í lágmarki.

 

   

13.

2211023 - ASK Núpanáma breyting á aðalskipulagi

 

Efla leggur fram skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Núpanámu. Umfangi skipulagssvæðisins er breytt og efnismagn aukið.
Til stendur að nýta efni úr námunni við næsta áfanga Suðurlandsvegar framhjá Hveragerði.
Vegagerðin hefur sent matsspurningu til Skipulagsstofnunnar vegna málsins. Í gildi er deiliskipulag fyrir námuna sem einnig stendur til að breyta til samræmis við þessa aðalskipulagsbreytingu.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Nefndin bendir á 16. grein sömu laga þar sem fjallað er um að efnistökusvæði skulu ekki standa ónotuð og ófrágengin lengur en þrjú ár en vísað er til þess í lýsingunni að náman hafi ekki verið notuð síðustu ár.

 

   

Fundargerðir til staðfestingar

14.

2210008F - Bæjarráð Ölfuss - 385

 

Fundargerð 385.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 03.11.22 til staðfestingar.

 

   

15.

2211001F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 37

 

Fundargerð 37.fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 02.11.2022 til staðfestingar.

 

   

16.

2210009F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 42

 

Fundargerð 42.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 31.10.22 til kynningar.

 

   

17.

2211005F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 5

 

Fundargerð 5.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 16.11.2022 til staðfestingar.

 

   

18.

2210007F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 40

 

Fundargerð 40.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 09.11.22 til staðfestingar.

 

   

19.

2211006F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 41

 

Fundargerð 41.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 21.11.22 til staðfestingar.

 

   

20.

2211002F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 34

 

Fundargerð 34.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 21.11.22 til staðfestingar.

 

   

21.

2211003F - Bæjarráð Ölfuss - 386

 

Fundargerð 386.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 17.11.2022 til staðfestingar.

 

   

Fundargerðir til kynningar

22.

1605028 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga.

 

Fundargerð haustfundar Héraðsnefndar Árnesinga bs. frá 11.10.2022 til kynningar.

 

   

23.

1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

 

Fundargerð 314.fundar stjórnar SOS frá 26.10.2022 til kynningar.

 

   

24.

2009027 - Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.

 

Fundargerð 52.fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 21.10.2022, fundargerð 53.fundar frá 11.11.2022, fundargerð aðalfundar frá 11.11.2022 og skýrsla stjórnar samtakanna 2020-2022 til kynningar.

 

   

25.

2106046 - Fundargerðir og ársskýrslur Héraðsskjalasafns Árnesinga

 

Fyrir fundinum lágu ársskýrsla Héraðsskjalasafns Árnesinga fyrir árið 2021, samstafsyfirlýsing um viðtöku og meðhöndlun opinberra skjala á rafrænu formi og minnisblað um rafræna langtímavörslu skjala á héraðsskjalasöfnum.

 

   

 

22.11.2022

Elliði Vignisson, bæjarstjóri.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?