heilsugaeslan_thorlakshofnII
Talið er að hundruð manna á Íslandi gangi með sykursýki án þess að vita það.
Talið er að hundruð manna á Íslandi gangi með sykursýki án þess að vita það. Sjúkdómurinn getur valdið blindu og eyðilagt blóðrásina í fótum ef hann greinist ekki fljótt.
Lionshreyfingin stóð fyrir alþjóðlega sykurssýkisvarnadeginum í gær, 14. nóvember. Samtökin segja að fræðsla um sjúkdóminn og leit að þeim sem gangi með dulda sykursýki hafi verið mikið baráttumál Lionshreyfingarinnar í rúm 60 ár.
Af tilefni dagsins er boðið upp á ókeypis blóðsykurmælingar á vegum Lions víðs vegar um landið.
Í Þorlákshöfn verður boðið upp á blóðsykurmælingar mánudaginn 26. nóvember á heilsugæslustöðinni.
Nánari upplýsingar.