Listnámskeið í Listasafni Árnesinga

Merki Listrými
Merki Listrými

LISTRÝMI er yfirheiti fjölbreyttra myndlistarnámskeiða sem nú eru haldin í Listasafni Árnesinga Hveragerði í umsjón Guðrúnar Tryggvadóttur myndlistarmanns sem hefur langa reynslu af námskeiðahaldi.

Með námskeiðunum er safnið að koma til móts við óskir og þarfir samfélagsins  hér á ýmsan hátt, svo sem að skapa vettvang fyrirstarfandi listamenn í Árnessýslu til þess að miðla til annarra kunnáttu sinni og reynslu. Þátttakendur, hvort heldur byrjendur eða lengra komnir, börn sem fullorrðnir,  fá hér tækifæri til þess að þroska og þróa sína færni. Á námskeiðunum myndast líka tengslanet og til verður þekking sem kemur öllum til góða hér í dreifbýli Árnessýslu.

Að skapa myndlist er þjálfun sem allir geta þróað með sér og samtímis fæst aukin ánægja og skilningur á myndlist almennt og framundan eru nokkur helgarnámskeið en líka lengri námskeið ætluð börnum og unglingum. Á helgarnámskeiði með Pétri Thomsen er tekin fyrir ljósmyndun, bæði gömul tækni eins og Pinhole  en einnig  möguleikar stafrænnar ljósmyndunar, jafnvel ljósmyndun með símum. Einnig eru á dagskrá helgarnámskeið í vatnslitamálun með Guðrúnu, olíumálun með Mýrmann og þrívíð mótun þar sem unnið er með leir og gifs með Dagnýju Guðmundsdóttur.

Við viljum einnig sinna börnum og unglingum og í boði eru spennandi námskeið fyrir 8-10 ára og 11-12 ára þar sem unnið er með margvísleg efni á skapandi hátt og námskeið í alvöru myndasögugerð fyrir unglinga.

Nánari upplýsingar má finna á á vefsíðu Listasafns Árnesinga www.listasafnarnesinga.is, eða hringja í síma  safnsins 483 1727 eða umsjónarmanns LISTRÝMIS, Guðrúnu 863 5490.  Verkefnið nýtur stuðnings Uppbyggingarsjóðs Suðurlands.

Listnámskeið

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?