Ljósmyndasýning Róberts Karls Ingimundarsonar „Sól rís – sól sest“ í Galleríinu undir stiganum

ljosmyndasyning robert karl ingimundarson3
ljosmyndasyning robert karl ingimundarson3
Ljósmyndasýning Róberts Karls Ingimundarsonar „Sól rís – sól sest“ í Galleríinu undir stiganum

Ljósmyndasýning Róberts Karls Ingimundarsonar „Sól rís – sól sest“ opnaði í gær, fimmtudaginn 6. október í Galleríinu undir stiganum og verður til sýnis út október.

Ljósmyndasýning Róberts Karls Ingimundarsonar „Sól rís – sól sest“ opnaði í gær, fimmtudaginn 6. október í Galleríinu undir stiganum og verður til sýnis út október.

Róbert Karl Ingimundarson er fæddur og uppalinn í Þorlákshöfn og hefur ætíð verið virkur í félagsstarfi í bænum og er meðal annars útgefandi bæjarblaðsins brosandi, Bæjarlíf sem er gefið út mánaðarlega.

Ljósmyndun er eitt helsta áhugamálið hans og oftar en ekki má sjá hann með myndavélina á lofti að fanga réttu augnablikin. Sýningin „Sól rís – sól sest“ er fimmta ljósmyndasýningin hans í Gallerínu undir stiganum  en hann hefur einnig verið með tvær aðrar sýningar með blýantsteikningum sínum.
Á sýningunni sýnir hann 10 myndir af sólarupprás eða sólsetri og myndirnar hans eru til sölu fyrir áhugasama í eftirfarandi stærðum:

Sýningarstærðin:   60x22cm  

Þessar stærðir er einnig hægt að panta:

80x30cm  

100x37cm  

120x45cm  

Sýningin er opin á opnunartíma bókasafnsins en vakin er athygli á breyttum opnunartíma bókasafnsins en það er opið alla virka daga frá kl. 12:30 – 17:30.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?