Róbert Karl Ingimundarson
Líkt og undanfarin ár, taka stofnanir og fyrirtæki í Ölfusi virkan þátt í Safnahelgi á Suðurlandi sem hefst næstkomandi fimmtudag og stendur yfir til sunnudagsins 3. nóvember.
Líkt og undanfarin ár, taka stofnanir og fyrirtæki í Ölfusi virkan þátt í Safnahelgi á Suðurlandi. Strax á fimmtudeginum, eftir að safnahelgi hefur verið formlega sett í Þjórsárstofu í Árnesi, opnar Róbert Karl Ingimundarson ljósmyndasýningu í Gallerí undir stiganum. Þetta er í fjórða skipti sem Róbert efnir til ljósmyndasýningar en í þetta skipti er myndefnið allt tengt náttúrunni í Ölfusi. Róbert varð fimmtugur á árinu og af tilefni þess ákvað hann að leika sér svolítið með myndavélina og myndvinnsluna, þannig að útkoman verður spennandi og að sumu leiti óvænt. Opnun sýningarinnar er fimmtudaginn 31 október kl. 18:00 á Bæjarbókasafni Ölfuss. Sama kvöld sýnir Leikfélag Ölfuss gamanleikinn Makalaus sambúð eftir Neil Simon, en sýningin hefur hlotið góðar viðtökur enda skemmtileg og vel leikin. Sama kvöld verður handavinnukaffi í Hendur í Höfn, þar sett verður upp lítil sýning og handavinnukonur segja frá.
Á föstudeginum verður boðið upp á tónlistarveislu. Tónleikar verða bæði í Hendur í Höfn, þar sem Stofubandið flytur ýmsar dægurflugur og í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss, þar sem þrjár sópransöngkonur flytja tónsetningar við Ave María kirkjubænina við píanóundirleik. Síðan tekur helgin við með spennandi dagskrá í Hellisheiðarvirkju, þar sem hönnuðir, handverksfólk og listamenn verða við vinnu og hægt verður að skoða endurbætta jarðhitasýninguna. Opið verður í pylsuvagninum og þjónustuhúsi í Selvogi þar sem jólavörurnar hafa verið dregnar fram og seldar verða vöfflur með kaffinu. Einnig verður opið á bókasafninu í Þorlákshöfn þar sem yngstu gestirnir fá að spreyta sig við myndlist.