Ljúfir tónleikar í Þorlákskirkju á sunnudaginn

Desembertónleikar
Desembertónleikar
Hátíðar Hygge

Ása Berglind, Anna Magga og fleiri flytjendur verða á Tónum við hafið í desember

Hefð er komin fyrir því að boðið sé upp  á notalega tónleika í Þorlákskirkju milli jóla og nýárs. Tónleikarnir, sem eru liður í tónleikaröðinni "Tónum við hafið", hafa yfirleitt verið haldnir á afmælisdegi Ingimundar Guðjónssonar sem hóf tónlistarlífið í Þorlákshöfn til vegs og virðingar á þeim árum þegar þorpið var í sem mestu vexti. Í ár verða tónleikarnir haldnir deginum eftir afmælisdag Ingimundar eða sunnudaginn 29. desember.

 Þetta verða sérlega notalegir tónleikar þar sem flutt verður notaleg jólatónlist í blandi við önnur ljúf lög.  Þær Anna Margrét Káradóttir og Ása Berglind Hjálmarsdóttir standa fyrir tónleikunum í ár og mun Anna syngja og Ása spila á píanó, trompet og kassa. Þær verða þó ekki tvær á sviðinu heldur hafa þær fengið til liðs við sig þá  Jón Gunnar Biering Margeirsson á gítar og kassa og Vilhjálm Vilhjálmsson sem mun spila á gítar og syngja.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og er miðaverð 1.500 krónur.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?