Lokadagur Sumarlesturs

Lokdagur Sumarlesturs bókasafnsins 2012
Lokdagur Sumarlesturs bókasafnsins 2012
Þá er sumarlestri bókasafnsins lokið. 38 krakkar á grunnskólaaldri tóku þátt og aragrúi af miðum bárust í lukkukassann okkar á bókasafninu.

Þá er sumarlestri bókasafnsins lokið. 38 krakkar á grunnskólaaldri tóku þátt og aragrúi af miðum bárust í lukkukassann okkar á bókasafninu. Allir krakkarnir í sumarlestrinum mættu upp í íþróttahús síðastliðinn miðvikudag þar sem þeir krakkar sem voru duglegastir að lesa í hverjum bekk fengu bókaverðlaun. Eftir það var dregið úr lukkukassanum og fengu þrír krakkar til viðbótar verðlaun.  Öll börnin fengu síðan viðurkenningarskjal þar sem árangur sumarsins kom fram. Eftir útdráttinn hjálpuðust allir að við að hengja miðana úr lukkukassanum upp á vegg í íþróttahúsinu og var myndaður fallegur regnbogi úr þeim. Allir eru hvattir til að kíkja upp í íþróttahús og virða fyrir sér árangur krakkanna í sumar þar sem hver miði stendur fyrir eina bók sem krakkarnir hafa lesið.

Hér fyrir eðan má sjá árangur sumarsins:

Samtals lásu börnin 256 bækur

Samanlagðar blaðsíður: 28.373 blaðsíður

 

1.                   bekkur

Eva Rán Ottósdóttir las 118 blaðsíður í 7 bókum

2.                   bekkur

Ingunn Guðnadóttir las 895 blaðsíður í 6 bókum

3.                   bekkur

Svanlaug Halla Baldursdóttir las 848 blaðsíður í 4 bókum

4.                   bekkur

Þrúður Sóley Guðnadóttir las 496 blaðsíður í 4 bókum

5.                   bekkur

Hrund Isabien Gabon las 2407 blaðsíður í 35 bókum

Solveig Þóra Þorsteinsdóttir las 1504 blaðsíður í 37 bókum

6.                   bekkur

Jakob Unnar Sigurðarson las 12.731 blaðsíðu í 25 bókum

 

Árangur krakkana var með eindæmum góður og verður vonandi til þess að hvetja þau og aðra krakka áfram í lestri. Takk fyrir sumarið krakkar og sjáumst vonandi að ári!

Júlíana Ármannsdóttir starfsmaður Bæjarbókasafns Ölfuss.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?