Íbúar í Ölfusi þurfa ekki að fara langt til að sækja skemmtilega viðburði á næstu dögum. Í Þorlákshöfn er margt um að vera, m.a spádómakvöldi, söngvarakeppni og tónleikar.
Það er heilmargt um að vera í Þorlákshöfn næstu daga. Í kvöld efnir bókasafnið til upplestrar- og spádómskvölds. Lesið verður upp úr nýjum bókum og spáð í bolla eða spil fyrir þá sem vilja. Dagskráin hefst klukkan 20:00. Á morgun, föstudaginn 27. janúar verður fyrsta keppnin af nokkrum í Karaoke - söngvarakeppni fyrirtækja í Ölfusi. Á fyrsta kvöldin keppa Frostfiskur, Grunnskólinn, Bókasafnið, Allt & Ekkert, Kjarval, Feitir í formi og Leikskólinn. Þetta verður mikil skemmtun og allir hvattir til að mæta þegar ráðhúskaffi opnar klukkan 20:00. Á laugardeginum verða síðan tónleikar með tónlistarhópnum Tónum og Trix í Versölum. Tónleikarnir hefjast klukkan 16:00.
Nánari upplýsingar um viðburðina er hægt að finna í viðburðadagatali hér hægra megin á síðunni.