Ásberg Lárenzínusson hlaut menningarverðlaun Ölfuss 2016.
Ásberg Lárenzínusson hlaut menningarverðlaun Ölfuss 2016. Hann barðist fyrir stofnun tónlistarskólans sem var grundvöllur og einskonar slagæð fyrir hið öfluga menningarlíf sem einkennir Þorlákshöfn. Hann var aðalhvatamaður að stofnun Lúðrasveitar Þorlákshafnar, safnaði fyrir hljóðfærum og sá til þess að kennari var ráðinn, og spilaði síðan sjálfur í sveitinni um langt árabil og nú heiðursfélagi sveitarinnar. Hann var einnig einn af hvatamönnum að gerð minnismerkis um drukknaða sem nú prýðir flötina fyrir framan kirkjuna og síðast en ekki síst hefur hann alla tíð verið mikill kóramaður og er enn í vel þremur kórum, Tónum og trix, Söngfélagi Þorlákshafnar og Kirkjukórnum, þótt komin sé á níræðisaldur!
Við óskum honum innilega til hamingju og þökkum honum fyrir ómetanlegt framlag til menningarlífs Ölfuss.