Merki félaga á sýningu

Rafn Gislason setur upp sýningu
Rafn Gislason setur upp sýningu
Í dag klukkan 18:00 opnar þorlákshafnarbúinn Rafn Gíslason sýningu i Gallerí undir stiganum þar sem hann sýnir merki félaga sem hann hefur hannað og teiknað.

Í dag klukkan 18:00 opnar þorlákshafnarbúinn Rafn Gíslason sýningu i Gallerí undir stiganum þar sem hann sýnir merki félaga sem hann hefur hannað og teiknað.  Flest merkjanna tengjast íþróttafélögum og hefur Rafn valið að sýna íslensk merki á þessari sýningu en hann hefur einnig hannað ófá merki fyrir erlend íþróttafélög.

Þarna má sjá yfir tuttugu merki sem eru í notkun í dag auk merkja sem ekki er verið að nota.

Rafn er að mestu sjálfmenntaður í grafískri hönnun en gaman verður að heyra hann segja frá þessu áhugamáli sínu við opnun sýningarinnar þar sem allir eru að sjálfsögðu velkomnir.

Sýningin mun standa yfir út marsmánuð og er opin á opnunartíma bókasafnsins.


Á meðfylgjandi mynd sem menningarfulltrúi tók, má sjá Rafn setja upp myndir fyrir sýninguna.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?