Laugardaginn 27. nóvember sl. veitti Menntamálaráðherra sex hlutskörpustu börnunum í Myndbandakeppni grunnskólanna verðlaun við hátíðlega athöfn í verslun 66°Norður.
Myndbandakeppni grunnskólanna 2010
Verðlaunaafhending í Myndbandakeppni grunnskólanna 2010
Laugardaginn 27. nóvember sl. veitti Menntamálaráðherra sex hlutskörpustu börnunum í Myndbandakeppni grunnskólanna verðlaun við hátíðlega athöfn í verslun 66°Norður.
Þetta er þriðja árið í röð sem 66°NORÐUR stendur fyrir Myndbandakeppni grunnskólanna en hugmyndin af keppninni kemur frá frá Sigurjóni Sighvatssyni, kvikmyndagerðarmanni og eiganda 66°NORÐUR en hann vill gefa börnum sem hafa áhuga á kvikmyndagerð tækifæri til þess að spreyta sig á þeim vettvangi.
Myndböndin í ár voru sérlega metnaðarfull og gaman að sjá hvernig keppnin hefur fest sig í sessi meðal grunnskólanema.
Í eldri flokki sigraði Bjarki Kjartansson úr Lundarskóla Akureyri en hann gerði flott klippimyndband.
Í yngri flokki sigraði 5. og 7. bekkur í Bíldudalsskóla en þau gerðu þögla mynd um 66°NORÐUR manninn.
Sérstök hvatningarverðlaun verða svo veitt Laimonas Baranauskas, Grunnskóla Þorlákshafnar fyrir klippimyndband sem hann gerði.
Hin myndböndin sem enduðu í topp 5 sætunum í eldri flokknum voru eftir (í stafrófsröð):
- Anton Inga Rúnarsson, sjá myndband hér
- Austurbæjarskóla, sjá myndband hér
- Grunnskólann á Hólmavík, sjá myndband hér
- Laimonas Baranauskas, sjá myndband hér
Hin myndböndin sem enduðu í topp 5 sætunum í yngri flokknum voru eftir (í stafrófsröð):
- Gerðaskóla 6. VE, sjá myndband hér
- Finnbogastaðaskóla, sjá myndband hér
- Sigríði Ölmu Axelsdóttur og Erlu Maríu Sigurpálsdóttur, sjá myndband hér
- Sjálandsskóla, stelpur, sjá myndband hér
Heimild: 66°Norður