Við minnum á að námskeið í veggjalist hefst á morgun, það eru örfá pláss laus og því enn hægt að skrá sig.
Námskeiðið er fyrir þau sem voru að klára 8. bekk og eldri, fullorðna líka og eru þeir sérstaklega hvattir til að skrá sig.
Dagsetningar námsekeiðsins eru 30. og 31 júlí kl.19:00-22:00, 6. og 7. ágúst kl. 19:00-22:00 og 8. ágúst kl. 18:00-21:00.
Farið verður í hugmynda- og skissuvinnu, rúðustækkanir og að endingu málar hver þátttakendi sitt verk á sameiginlega útivegg allra þátttakenda og úr verður stórt listaverk sem verður tilbúið á Hafnardögum og mun vonandi skreyta Þorlákshöfn næstu árin.
Kennari er Ágústa Ragnarsdóttir og er þátttökugjald 15.000 kr.
Skráning fer fram á sumarnamskeid2019@gmail.com