Nemendur í tónlistarvali útsetja lag eftir Lay Low

SKLAKN~1
SKLAKN~1
Í nýjum sjónvarpsþætti um tónlistarmenningu barna og unglinga á Íslandi, fær tónlistarhópur í Grunnskólanum í Þorlákshöfn að útsetja og flytja nýtt lag eftir tónlistarkonuna Lay Low

Á netfréttasíðunni www.hafnarfrettir.is er greint frá spennandi verkefni sem nemendum í tónlistarvali í Grunnskólanum í Þorlákshöfn hefur verið boðið að taka þátt í.  Um er að ræða nýjan þátt á RÚV þar sem sex þekktir lagahöfundar eru fengnir til að semja lag fyrir grunnskólanemendur. Nemendur úr sex skólum fá tækifæri til að útsetja eitt lag hver skóli með lagahöfundunum og flytja í sjónvarpsþætti sem tileinkaður er skólanum og lagahöfundinum.

Nemendur í valáfanganum Tónleik, hafa verið beðnir um að taka þátt í þessu verkefni.  Ása Berglind Hjálmarsdóttir, tónlistarkennari hefur leiðbeint nemendunum í vetur og greindi Hafnarfréttum frá því að nemendur hennar muni vinna með tónlistarkonunni Lay Low.  Nemendurnir munu útsetja, æfa og flytja lagið hennar í sjónvarpþættinum sem verður sýndur næsta vetur.

Auk þess að fjalla um söngkonuna er tilgangur þáttarins sem er í umsjón Jónasar Sen, að varpa ljósi á gróskuna í tónlistarmenningu barna og unglinga.

Nánar er hægt að lesa um þetta verkefni á vef Hafnarfrétta.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?