Nemendur í tónmennt í skólanum buðu foreldrum á tónleika

Nemendur í 1.-5. bekk grunnskólans buðu foreldrum sínum og bæjarstjóra á skemmtilega tónleika í morgun

Mánudaginn 23. janúar stóð Ása Berglind tónmenntakennari fyrir tónleikum ásamt nemendum sínum í 1.-5. bekk.  Aðstandendum og bæjarstjóra var boðið á tónleikana og var mæting mjög góð. Börnin fluttu bæði frumsamin lög og margvísleg önnur lög, bæði íslensk og erlend. Lögin voru mörg sungin en önnur ósungin og einnig brá fyrir dansi. Börn í öllum bekkjum spiluðu á svokölluð stafaspil en í 4. og 5. bekk komu fleiri hljóðfæri við sögu. Börnin hafa lagt hart að sér frá því í haust að æfa og undirbú þetta efni í tónlistartímunum. Útkoman var afar velheppnuð, börnin einbeitt og gaman að sjá hversu samstilltir hóparnir voru.

Frétt um tónleikana má lesa á vefsíðu Grunnskólans en þar er einnig vísað á myndasíðuna: https://picasaweb.google.com/110905487981139268263/TonleikarHjaTonmennt15Bekkur

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?