Norðurlandameistarar

         

 

Norðurlandameistarar

 

Íslensku drengirnir í UK16 ára liðinu unnu Svíðþjóð 82-54 í úrslitaleik um Norðurlandsmeistaratitilinn og eru því Norðurlandameistarar árið 2010.

 

(Af vef http://www.karfan.is/)

“Staðan er 48-39 Íslandi í vil þegar blásið hefur verið til hálfleiks í úrslitaviðureign þjóðanna á Norðurlandamótinu í körfubolta í flokki U16 karla.

Íslendingar fengu draumabyrjun og voru sjóðheitir, leiddu 31-17 að loknum fyrsta leikhluta þar sem Valur Orri Valsson var kominn með 14 stig.  Svíar klóruðu í bakkann í örðum leikhluta en Íslendingar leiða samt í hálfleik 48-39 þar sem Martin Hermannsson og Valur Orri eru báðir með 14 stig og Maciej Baginski er með 11 stig.”

 

Emil Karel Einarsson fyrirliði liðsins er Þorlákshafnarbúi og óskum við honum ásamt öðrum liðsmönnum UK16 innilega til hamingju með sigurinn.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?