Ný rafhleðslustöð við íþróttamiðstöðina

Opnuð hefur verið ON rafhleðslustöð á bílstæðinu við íþróttamiðstöðina. Nýja stöðin er hverfahleðslustöð og getur hlaðið tvo bíla í senn. Hverfahleðslur (svokallaðar AC hleðslustöðvar) eru með afl allt að 22 kW og til að nýta sér þær þarftu eigin hleðslusnúru með Type 2 tengi.

Hleðslustöðin er samstarfsverkefni Sveitarfélagsins Ölfuss og Orku Náttúrunnar. 

Samhliða nýrri hleðslustöð voru gerðar breytingar á svæðinu í kringum stöðina sem nú er lagt sérstöku mottuundirlagi sem bílastæði. 

Sjá upplýsingar um ON appið til að fá aðgang að hleðslustöðvum ON

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?