Innisundlaug Þorlákshafnar barnalaug
Ein veigamesta breyting reglugerðarinnar er að börnum yngri en 10 ára er óheimill aðgangur að sund- og baðstöðum nema í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára eða eldri.
Ný reglugerð um hollustuhætti á sund og baðstöðum
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur undirritað reglugerð um hollustuhætti á
sund og baðstöðum.
Í reglugerðinni er m.a. gerðar ítarlegri kröfur um öryggiskerfi heldur en gert er í eldri reglugerðinni.
Ein veigamikil breyting verður á reglugerðinni er varðar hvenær börn geta farið ein í sund.
Samkvæmt 14. grein reglugerðarinnar er:
Börnum yngri en 10 ára óheimill aðgangur að sund og baðstöðum nema í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára eða eldri. (miðast við afmælisdag)
Í eldri reglugerð var miðað við 8 ára aldur.
Reglugerðin byggir á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og tekur gildi
1. janúar 2011.