Nýr dráttarbátur er kominn til Þorlákshafnar

Miðvikudaginn 24.júní var gengið frá kaupum Þorlákshafnarhafnar  á dráttarbátnum Jötni og var bátnum siglt til nýrrar heimahafnar sama dag. Jötunn er tæplega 100 tonna stálbátur sem smíðaður var í Hollandi árið 2008 og var í eigu Faxaflóahafna. Við eigendaskiptin urðu nafnaskipti á bátnum og mun hann fá nafnið Herdís og verður þannig fyrsti dráttarbáturinn í sögu hafnarreksturs hér á landi sem ber kvenmannsnafn.  

Í tilefni af komu nýja dráttarbátsins verður hann til sýnis fyrir almenning föstudaginn 26.júní frá kl.14-17.  Bátnum verður við þetta tilefni formlega gefið nafn og mun sóknarprestur sveitarfélagsins Sr.Sigríður Munda Jónsdóttir blessa skipið. 

Boðið verður upp á kaffi og kleinur.

 

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?