Verkstjóri Þjónustumiðstöðvar/áhaldahúsið Ölfuss
Össur Emil Friðgeirsson hefur verið ráðinn verkstjóri þjónustumiðstöðvar Ölfuss hjá sveitarfélaginu. Össur kemur að fullu til starfa í byrjun maí.
Nýr starfsmaður
Verkstjóri Þjónustumiðstöðvar/áhaldahúsið Ölfuss.
Össur Emil Friðgeirsson hefur verið ráðinn verkstjóri þjónustumiðstöðvar Ölfuss hjá sveitarfélaginu. Össur kemur að fullu til starfa í byrjun maí.
Össur er húsasmíðameistari með víðtæka reynslu í þeirri grein sem verktaki með eigið fyrirtæki. Össur hefur einnig verið byggingarstjóri hjá stærri fyrirtækjum og hefur góða reynslu af stjórnun stærri verka. Hann hefur einnig unnið með byggingarfulltrúunum í Hveragerði og hefur þekkingu af þeim störfum. Össur mun samhliða starfi sem verkstjóri þjónustumiðstöðvar starfa með skipulags- og byggingarfulltrúa við úttektir og yfirferð gagna, skráningar á gögnum og yfirferð eignaskiptasamninga. Undir starfi verkstjóra í þjónustumiðstöð er einnig verkstjórn með umsjónarmanni sem hefur umsjón með opnum og grænum svæðum.
Við bjóðum Össur velkominn til starfa.