Ný útgáfa af þjónustuvef Ölfuss er komin inn á íbúagáttina á heimasíðu sveitarfélagsins. Með nýja þjónustuvefnum er einstaklingum og fyrirtækjum veittur aðgang að sínu svæði þar sem er hægt að nálgast viðskipta- og hreyfingayfirlit ásamt því að hafa aðgang að rafrænum umsóknum fyrir ýmsar þjónustur. Nú fer til dæmis öll skráning vegna mataráskriftar grunnskólabarna og vistunar í frístund fram í gegnum þjónustuvefinn.
Á þjónustuvefnum er hægt er að sækja um ýmsa aðra þjónustu sem sveitarfélagið veitir og þar eru einnig aðgengilegir allir reikningar og viðskiptayfirlit bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Sveitarfélagið Ölfus vinnur markvisst að því að einfalda umsóknarferla og afgreiðslu mála til að spara viðskiptavinum okkar sporin og er nýr þjónustuvefur liður í þeirri vinnu. Með nýja vefnum er tekið skref í átt að því að bæta þjónustu og upplifun viðskiptavina sveitarfélagsins og auka yfirsýn þeirra yfir sín mál hjá sveitarfélaginu.
Um leið og við hvetjum íbúa og fyrirtæki til að nýta sér vefinn er vakin athygli á því að hann er enn í þróun og eru notendur hvattir til að senda inn ábendingar ef einhverjir hnökrar verða á notkun hans á netfangið eva@olfus.is