Frá og með 1. desember nk. verður póstáritun íbúa í dreifbýli Ölfuss 816 Þorlákshöfn í stað 801 Selfoss.
Nýtt póstnúmer í dreifbýli Ölfuss
Samkvæmt ósk Sveitarfélagsins Ölfuss verður tekið í notkun nýtt póstnúmer fyrir dreifbýli í Ölfusi. Frá og með 1. desember nk. verður póstáritun íbúa í dreifbýli Ölfuss 816 Þorlákshöfn í stað 801 Selfoss.
Á fundi bæjarstjórnar Ölfuss 25. mars sl. var samþykkt að óska eftir því við póstnúmeranefnd að dreifbýli Ölfuss fengi nýtt póstnúmer, 812 Ölfus. En þar sem flokkunarkerfi Íslandspósts, Póstnúmerakerfið, byggir á að dreifbýli sem er þjónað af sama pósthúsi verði tengd við staðinn með númeri leggur Íslandspóstur til að póstáritunin verði 816 Þorlákshöfn.
Því verður áritun íbúa í Þorlákshöfn 815 Þorlákshöfn, en áritun íbúa í sveit 816 Þorlákshöfn.
Þessi breyting mun hafa áhrif á um 230 bæi í sveitarfélaginu.
Allmargir bæir sem eru næst Hveragerði hafa fengið þá þjónustu að sækja skráðar sendingar í póstafgreiðsluna á Hveragerði. Slíkt verður áfram í boði auk þess sem flokkun og dreifing (frá Selfossi) verður með óbreyttu sniði.