Nýtt uppblásið íþróttahús í Hveragerði

Vígsla íþróttahússins í Hveragerði
Vígsla íþróttahússins í Hveragerði

Síðastliðna helgi var nýja íþróttahúsið í Hveragerði vígt við hátíðlega athöfn. Bæjarstjóri Ölfuss óskaði Hvergerðingum til hamingju með íþróttahúsið

Vígsluhátíð fór fram í Hamarshöllinni á Vorsabæjarvöllum í Hveragerði í tengslum við bæjarhátíðina, Blómstrandi daga, sunnudaginn 19. ágúst. En þetta er fyrsta uppblásna íþróttahúsið á Íslandi, 5.100 fermetra fjölnota íþróttahús Kostnaður við húsið nemur um 300 milljónir króna. Öllum landsmönnum var boðið að vera við vígsluna og mætti bæjarstjóri Ölfuss og óskaði Hvergerðingum innilega til hamingju með daginn.

 

Meðfylgjandi mynd af Ólafi Erni Ólafssyni og Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjórum Ölfuss og Hveragerðis, tók Magnús Hlynur Hreiðarsson, blaðamaður Dagskrárinnar

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?