Næstkomandi föstudag keppir Ölfus í annað skipti í Útsvari. Nú er komið að 16 liða úrslitum í spurningakeppni Rúv og keppir lið Ölfuss á móti liði frá Stykkishólmi
Næstkomandi föstudag keppir Ölfus í annað skipti í Útsvari. Nú er komið að 16 liða úrslitum í spurningakeppni Rúv og keppir lið Ölfuss á móti liði frá Stykkishólmi.
Keppnin veður sem fyrr segir föstudaginn 6. mars og hefst útsending klukkan átta. Stuðningsmenn liðsins eru velkomnir í Efstaleiti til að fylgjast með í stúdíóinu, en húsið opnar klukkan 19:30.
Lið Ölfuss er örlítið breytt frá því fyrir áramót, en áfram skipa liðið þau Hannes Stefánsson og Ingibjörg Hjörleifsdóttir en í stað Bjarna Más Valdimarssonar sem var veikur síðast og Ástu Margrétar Grétarsdóttur, sem kom í hans stað, kemur Stefán Hannesson. Stefán er sonur Hannesar og var þátttakandi í síðustu keppni Ölfuss sem símavinur.
Það var mál manna að síðasta keppnin sem Ölfusingar tók þátt íhefði verið með þeim skemmtilegri og verður því gaman að fylgjast með viðureigninni næstkomandi föstudag.