Ölfus sigurvegari í Útsvari!

Keppnislið Ölfuss stóð uppi sem sigurvegari í spurningaþættinum Útsvari, eftir ör­ugg­an sig­ur á Ísa­fjarðarbæ, eins og einn sagði ,,Ölfus er Íslandsmeistari í Útsvari!"

Fjölmargir stuðningsmenn voru í salnum og  brutust út gríðarleg fagnaðarlæti fyrir loka spurningarnar þegar ljóst var að Ísafjarðarbær gæti aldrei jafnað eða unnið. Svo fór að Ölfus vann með 75 stig­um gegn 51 og vel að sigrinum komin og koma heim með Ómarsbjölluna frægu. 

Auk blóma og far­and­grips­ins Ómars­bjöll­unn­ar hlaut sig­urliðið 250 þúsund krón­ur í verðlaun og ákvað það að gefa Fé­lagi eldri borg­ara í Ölfusi upp­hæðina. Vel gert!

Sveitarfélagið Ölfuss þakkar þeim Árnýju Leifsdóttur, Hannesi Stefánssyni og Magnþóru Kristjánsdóttur innilega fyrir síðastliðinn keppnisvetur og getum við með stolti sagt að þið ROKKIÐ! Eruð náttúrulega best og skemmtilegust, fyrir utan gáfuðust. 
Takk fyrir okkur! Takk fyrir að taka ykkur tíma í þessa vinnu! Takk fyrir að vera frábær!

Sveitarfélagið Ölfus vill koma á framfæri þökkum til eftirfarinna fyrirtækja og einstaklinga sem gáfu gjafir í Útsvarið:
Bjarkarblóm
Eldhestar
Hafið Bláa
Hafnarnes Ver
Helga Jóhannesdóttir
Hendur í höfn, Bistro kaffihús
Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar
Listasafn Árnesinga
Margrét Sigurðardóttir
Perluhestar
The Black Beach Tours
The Lava Center
The Lava Tunnel

Hér koma helstu fréttir kvöldsins :) 

mbl.is/frettir/innlent/2018/05/18/olfus_sigurvegari_utsvars/

ruv.is/frett/olfus-sigurvegari-i-utsvari-i-ar

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?