Ólympíudagurinn verður haldinn hátíðlegur í Sveitarfélaginu Ölfusi fimmtudaginn 22. júní n.k. í Skrúðgarðinum í Þorlákshöfn.
Dagskráin er skipulögð í samvinnu við ÍSÍ og HSK og er öllum börnum á grunnskólaaldri boðið að taka þátt. Allir krakkar sem eru í Sumarfjöri/frístund og í vinnuskóla verða þátttakendur en einnig geta önnur börn skráð sig fyrir miðvikudaginn 21. júní og tekið þátt. Boðið er uppá fjölbreyttar stöðvar þar sem krakkarnir skemmta sér í þrautum, leikjum og öðruvísi íþróttum.
Dagskráin í Skrúðgarðinum:
- Fyrir hádegi frá kl. 10:00 – 11:30 mæta krakkar í 5. bekk og eldri.
- Eftir hádegi frá kl. 13:30 – 15:00 mæta krakkar sem eru að fara í 1. bekk - 4. bekk.
Það þarf að skrá krakka sem eru ekki í Sumarfjöri/frístund eða í vinnuskóla hjá ragnar@olfus.is
Á hverju ári er haldið upp á Alþjóðlega Ólympíudaginn þann 23. júní út um allan heim. Þessi viðburður er haldinn í tilefni af því að 23. júní árið 1894 var Alþjóðaólympíunefndin (IOC) stofnuð. Alþjóðlegi Ólympíudagurinn er orðinn einn af lykilviðburðum Alþjóðaólympíunefndarinnar. Heildarfjöldi þátttakenda hefurverið um fjórar milljónir og hafa um 150 þjóðir tekið þátt.
https://www.isi.is/frettir/frett/2020/06/19/Taktu-thatt-i-Olympiudeginum-asamt-afreksithrottafolki-um-heim-allan/