Opið fyrir umsóknir um styrki og ábendingar um uppbyggilegar framkvæmdir á árinu 2019.
Sveitarfélagið Ölfus leggur áherslu á aðkomu bæjarbúa að stjórnun sveitarfélagsins. Með það í huga hefur verið ákveðið að greiða leið íbúa að gerð fjárhagsáætlunar með ábendingum og/eða umsóknum um styrki.
Íbúar eru því hvattir til að senda inn ábendingar um uppbyggilegar framkvæmdir sem þeir telja að aukið geti búsetugæði í Ölfusinu.
Þá er samhliða hvatt til þess að fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar sendi inn beiðni um aðkomu sveitarfélagsins að uppbyggilegri starfsemi/verkefnum í sveitarfélaginu í samræmi við áherslur þess.
Ekki eru veittir styrkir til kaupa á húsnæði eða greiðslu fasteignagjalda.
Styrkir eru veittir m.a. vegna starfsemis/verkefna í:
Lista- og menningarmálum
Íþrótta- og æskulýðsmálum
Skóla- og frístundamálum
Félags- og velferðarmálum
Með umsóknum um styrki þarf að fylgja verklýsing, tímaáætlun og kostnaðaráætlun. Sveitarfélagið áskilur sér rétt að krefjast nánari gagna, sé þess þörf.
Upplýsingar veitir Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir, markaðs- og menningarfulltrúi, katrin@olfus.is.
Umsóknarfrestur er til 18. febrúar 2019 og umsóknir skulu berast með tölvupósti
á netfangið katrin@olfus.is eða á Bæjarskrifstofur Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.