Opnað hefur verið fyrir umsóknir í leikskólann Hraunheima

Við vekjum athygli á að nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um leikskólavist í leikskólann Hraunheima fyrir næsta leikskólaár.

Umsóknir fara fram í gegnum íbúagátt Ölfuss sem er aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins: www.olfus.is.

Foreldrar/forráðamenn barna sem þegar eru á Bergheimum og hyggjast halda áfram þar þurfa ekki að gera neinar breytingar. Þeir sem óska eftir að flytja barn sitt frá Bergheimum yfir á Hraunheima þurfa hins vegar að sækja um vistun í gegnum íbúagátt. Mikilvægt er að segja jafnframt upp leikskólaplássi á Bergheimum þegar sótt er um flutning.

Við hvetjum foreldra/forráðamenn til að ganga frá skráningum sem fyrst, svo leikskólastjórar fái sem skýrustu mynd af stöðunni í haust og geti skipulagt starfsárið með hagsmuni barnanna að leiðarljósi.

Hér að neðan má sjá leiðbeiningar um umsóknarferlið skref fyrir skref. Vonum að það gagnist sem flestum. Ef eitthvað er óljóst þá ekki hika við að hafa samband við leikskólasjóra eða sviðstjóra Fjölskyldu- og fræðslusviðs.

Með fyrirfram þökk leikskólastjórar

1: Fara inn á olfus.is og skrá sig inn á íbúagátt.

2: Velja umsóknir efst fyrir miðju.

3: Velja þar umsóknir um leikskóla undir Fjölskyldumál og leikskólar

4: Fylla út umsókn.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?